Margar viðskiptafléttur sem til umfjöllunar voru á árinu 2010 voru umdeildar. Viðskiptablaðið lagðist yfir flétturnar og birtir í nýjasta tölublaðinu, sem kom út í dag, lista yfir 10 umdeildustu viðskiptafléttur ársins sem áberandi voru á árinu. Um er að ræða margvísleg mál sem eru ólík að eðli og umfangi.

9. Afskriftir Nónu

Kastljós RÚV greindi frá því 30. september að Landsbankinn hefði afskrifað 2,6 milljarðakróna af skuldum Nónu ehf., dótturfélags útgerðarfélagsins Skinney-Þinganes. Þetta var nokkuð umdeilt, þó að reglum Landsbankans hafi verið fylgt í hvívetna samkvæmt tilkynningu frá bankanum.

Skuldir voru lækkaðar sem nam 90% af virði eigna samhliða framlagi frá Skinney upp á 10% af virði þeirra. Þetta mál var ekki síst umdeilt þar sem Halldór Ásgrímsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins, er meðal eigenda Skinneyjar. Eign hans nemur 2,37% af heildarhlutafé.