Að sögn seðlabankastjóra nemur umfang verðtryggðra neytendalána, þar sem fasteignaveðlán og námslán eru undanskilin, um 66 milljörðum króna, en EFTA-dómstóllinn birti í gær álit um 0% verðbólgu í lánasamningum um verðtryggð almenn neytendalán. Þó verði íslenskir dómstólar að meta heildarumfang lána sem eru undir sem og áhrif rangrar upplýsingagjafar.

„Við getum lítið sagt fyrir um umfangið fyrr en við fáum skýrari mynd af málinu,“ segir Már í samtali við Morgunblaðið . „Vissar vísbendingar eru þó um að umfangið sé ekki eins mikið og fólk heldur við fyrstu sýn.“ Loks bendir Már á að almenn neytendalán séu yfirleitt óverðtryggð hér á landi.