Umfang skuldabréfaútgáfu hjá Glitni, sem tilkynnt var um í dag, kemur greiningardeild Landsbankans á óvart, í ljósi þeirra kjara sem bankanum buðust.

Skuldabréfið er að upphæð eins milljarðs dollara eða um 63 milljarða íslenskra kóna og ber 6,375% fasta vexti til fimm ára. Kjörin eru 140 punktum yfir breytilegum fimm ára LIBOR vöxtum.

?Skuldatryggingarálag (CDS) íslensku bankanna hefur farið lækkandi síðustu daga, og var það 83 punktar fyrir Glitni, 113 punktar fyrir Kaupþing og 60 punktar fyrir Landsbankann um miðjan dag í dag,? segir greiningardeild Landsbankans.