Áhyggjuraddir heyrast víða um magn peningaprentunar á vesturlöndum. Peningaprentunin hefur valdið bólumyndun á eignamörkuðum og hefur verð á hráolíu hækkað um 15% á árinu. Á síðasti ári hækkaði hráolíuverð á heimsvísu umtalsvert í kjölfar aukins peningamagns í heimshagkerfinu.

Sjá má umfang peningaprentunar frá upphafi skuldakreppunnar á efnahagsreikningum bankanna. Fréttastofa Reuters bendir á að þetta komi skýrast fram í efnahagsreikningi fjögurra stærstu seðlabanka heims, þ.e. Japans, Bandaríkjanna, Evrópu og Englands Reikningarnir hafi bólgnað svo frá árinu 2007 að þeir nemi nú 24% samanlagðrar landsframleiðslu landanna.

Búist er við að Seðlabanki Evrópu komi til með að lána 500 milljarða evra eða meira af þessu ódýra fjármagni til banka næstkomandi miðvikudag en Japanir og Bretar hafa þegar gengið í slíkar aðgerðir. Stýrivextir eru nú í sögulegu lágmarki í löndunum og hefur seðlabanki Bandaríkjanna jafnframt lofað að halda vöxtum niðri til 2014.