Farþegar sem fóru um Keflavíkurflugvöll í júní voru 2,8% færri en á sama tíma í fyrra. Fjöldi farþega í júní var 250.000. Samkvæmt frétt Ferðamálastofu um málið munar mestu um fækkun áfram- og skiptifarþega (e. transit).

Á fyrri helmingi þessa árs fóru tæplega 940.000 farþegar um flugvöllinn. Þeim farþegum sem eru á leið hingað til lands eða á leið frá Íslandi hefur fjölgað, en heildarfarþegafjöldi hefur hins vegar minnkað um 0,43%. Fækkun áfram- og skiptifarþega er því meiri en fjölgun annarra farþega.