Í nóvember fóru liðlega 160 þúsund ökutæki í gegnum Hvalfjarðargöng og er það 7,5% aukning frá sama tíma fyrir ári.

„Álagið er [...] alltaf að aukast og það stefnir í mjög mikla umferð í desember - við erum strax farnir að sjá að það er veruleg aukning frá því í fyrra,“ segir Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar í samtali við Morgunblaðið.

Gylfi segir að útlit sé fyrir að aukning milli áranna 2015 og 2016 verði um og yfir 14,5% en í kringum tvær milljónir ökutækja fara að jafnaði í gegnum göngin fyrstu ellefu mánuði ársins.

„Þrátt fyrir þetta hafa ekki orðið miklar tafir á umferð í göngunum enda hefur hún dreifst nokkuð jafnt og vel yfir árið.“