Áætlað er að umferðin á þjóðvegum landsins hafi dregist saman um 3% sé tekið mið af 15 talningarstöðum á Hringveginum.

Rétt er þó að minna á að þetta eru 15 staðir en ekki mælingar á öllu þjóðvegakerfinu og því einungis ábending um umferðarþungan í heild.

Þetta kemur fram á vef Vegagerðarinnar.

Þar kemur fram að umferðin dróst saman í desember samanborið við desember 2007 níunda mánuðinn í röð. Umferðin er eigi að síður meiri árið 2008 en 2006.

Þá dróst umferðin í desember 2008 saman um 3,4 prósent frá sama mánuði árið 2007. Þetta er minni samdráttur en mánuðina á undan.

Sjá nánar á vef Vegagerðarinnar.