Fundur um íslenskt efnahagslíf var vel sóttur í Kaupmannahöfn í gær. Þar voru meðal annars danskir bankamenn og þarlendir fjölmiðlamenn.

„Í viðskiptalífinu, rétt eins og á öðrum sviðum, eru ákveðnir hlutir sem ekki verður stjórnað. Alþjóðleg fjármálakrísa er einn þessara hluta sem Kaupþing getur ekki stjórnað, en við getum ráðið hvernig við bregðumst við og verjumst þeim áföllum sem þessu ástandi fylgir,“ sagði Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings á málþingi Viðskiptaráðs Íslands og íslenska sendiráðsins í Kaupmannahöfn í gær.

„Þrátt fyrir að Kaupþing hafi vaxið hratt, eða um 70% árlega á undanförnum árum, hafa allar yfirtökur verið í samræmi við stefnu félagsins og vel heppnaðar. Talað var um að við hefðum keypt FIH hér í Danmörku of dýru verði, en enginn er þeirrar skoðunar lengur. Sömu sögu er hægt að segja af fjáfestingum okkar í Svíþjóð og Bretlandi,“ sagði stjórnarformaðurinn.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta lesið blaðið á pdf-formi hér á vefnum. Þeir áskrifendur sem ekki hafa sótt um aðgangsorð til að lesa blaðið á vefnum geta gert það hér .