Umfjöllun Deloitte um frumvörp um stjórn fiskveiða og veiðigjöld byggir á röngum forsendum að mati sjávarútvegsráðuneytisins. Í pistil frá ráðuneytinu segir að Deloitte virðist ganga út frá þeirri meginforsendu að útgerðaraðilar eigi kvótann og eigi þar af leiðandi líka allan hagnað af nýtingu fiskveiðauðlindarinnar án tilliti til þess hve mikið þeir hafa lagt fram. Taka veiðigjalds sé því skattlagning hagnaðar en ekki greiðsla fyrir afnot af auðlindinni.

„Með því reikna þeir sig upp í himinhá skatthlutföll. Hið eðlilega væri að líta á veiðigjöldin sem endurgreiðslu á kostnaði og leigu fyrir heimild til nýtingar á eign sem ekki tilheyrir útgerðinni.“

Samkvæmt niðurstöðum athugunar Deloitte sem kynntar voru á þriðjudag myndi ríkissjóður taka til sín allan hagnað sjávarútvegsfyrirtækjanna og gott betur yrði nýtt kvótafrumvarp að lögum.

Í pisti sjávarútvegsráðuneyti er máli einnig vikið að umfjöllum Íslandsbanka um frumvörpin. Segir að umfjöllun Íslandsbanka um flokk 2 í frumvarpi um stjórn fiskveiða sé ruglingsleg og virðist sumpart byggð á misskilningi.

Hægt er að nálgast pistilinn í heild sinni hér .