Almennt sækjast stjórnmálamenn eftir umfjöllun og almennt er ekki óeðlilegt að umfjöllun um stjórnmálaflokka á þingi standi í einhverju samhengi við þingstyrk þeirra.

Eins og sjá má á súluritinu að ofan fer því þó fjarri, en þar er sýnd hlutfallsleg umfjöllun hvers miðils, að frádregnum þingstyrk. Þar má sjá gegnumgangandi og umhugsunarverða hneigð hjá öllum miðlum, nema helst DV. Nú er ekki óeðlilegt að áhrif flokkanna spili þarna einnig inn í, að meira sé sagt frá stjórnarflokkum en stjórnarandstöðu. Munurinn á stjórnarflokkunum tveimur sýnir þó að þar eru ljóslega fleiri kraftar að verki.