„Þessi neikvæða umræða er skaðleg, ekki síst vegna þess að flestir vilja njóta góðrar þjónustu opinberra stofnana s.s. sjúkrahúsa, lögreglu, dómstóla, framhaldsskóla og háskóli. Til þess að svo megi verða þarf góða stjórnendur og öflugt vel menntað starfsfólk sem á skilið virðingu og hrós fyrir störf sín,“ segir Magnús Guðmundsson, forstöðumaður Félags forstöðumanna ríkisstofnana í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag.

Þar segir Magnús umfjöllun fjölmiðla um þá ákvörðun kjararáðs að leiðrétta kjör nokkurra forstöðumanna ríkisstofnana misvísandi. Hann bendir á að ákvörðunin hafi aðeins varðað um tuttugu af 200 forstöðumönnum ríkisstofnana sem eru í forsvari opinberra hlutafélaga. Magnús bendir á að þeir sem um ræðir hafi hvorki verkfalls- né samningsrétt og sé kjararáði ætlað samkvæmt lögum að gæti innbyrðis samræmis í starfskjörum sem það ákveðir og að þau séu í samræmi við laun í þjóðfélaginu.

Þá hafi laun þessara tuttugu forstöðumanna lækkkað mikið og verið fryst í kjölfar efnahagshrunsins og segir Magnús því launin nú aðeins færð í átt að því sem þau áður voru.