Umframeftirspurn var eftir 400 milljón punda (51,5 milljarða króna) sambankaláni House of Fraser, samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins, og viðskipti eru nú hafin með pappírinn á eftirmarkaði.

Lánið var tekið til að fjármagna að hluta til kaup íslenskra fjárfesta, sem leiddir voru af Baugi, á House of Fraser stórverslunarkeðjunni. Bank of Scotland og Glitnir höfðu umsjón með sölu á láninu til annarra fjárfesta á sambankalánamarkði og sölutryggðu upphæðina.

Bankirnir frestuðu sölu á láninu þar sem fjárfestar vildu bíða eftir niðurstöðu jólaverslunar House of Fraser. Sala lánsins hófst aftur í febrúar og lauk nýlega með umframeftirspurn.