Útboð á ríkisvíxlum í flokki RIKV 07 0903 með tilboðsfyrirkomulagi fór fram hjá Lánasýslu ríkisins í dag eftir því sem kemur fram í tilkynningu Lánasýslunnar. Áætlað var að selja fyrir 2,5 til 5 milljarða að nafnverði. Alls bárust 26 gild tilboð fyrir allt að helmingi hærri upphæð eða 10,6 milljörðum króna. Tilboðum var tekið fyrir 4,8 milljarð á meðalávöxtun 13,548%. Hæsta ávöxtun tekinna tilboða var 13,623% og lægsta ávöxtun tekinna tilboða var 13,480%.