Breytt tækni hefur áhrif á almannatengsl eins og aðra geira atvinnulífsins. „Umhverfið er alltaf að breytast og ég held að við eigum enn eftir að sjá fyrir endann á því hvaða áhrif netið og samfélagsmiðlar geta haft á okkur,“ segir Friðjón R. Friðjónsson, sem á KOM ráðgjöf ásamt Björgvini Guðmundssyni.

„Samskipti við fjölmiðla eru mikilvæg, en ég get alveg ímyndað mér framtíð þar sem almannatengsl munu fara fram án þessara samskipta. Sagan sem þú ert að segja þarf alltaf að vera góð, en samfélagsmiðlar gera fyrirtækjum kleift að koma henni á framfæri við viðskiptavini án þess að gera það í gegnum fjölmiðla, eins og nauðsynlegt var áður fyrr. Þetta felur í sér líka miklar breytingar fyrir fjölmiðla, því þegar ég borga Facebook fyrir að kynna póst frá mínum viðskiptavini þá eru það peningar sem ekki eru að rata í vasa íslenskra fjölmiðla. Miðillinn breytist, en efnið verður alltaf að vera gott.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .