Litla Ísland hélt í morgun fund fyrir troðfullum sal í Húsi Atvinnulífsins. Fundurinn snerist um fjármögnun lítilla fyrirtækja og mættu fulltrúar Íslandsbanka, Landsbankans, Arion Banka og MP banka til að kynna þjónustu sína til smárra fyrirtækja. Kristján Einarsson, forstöðumaður viðskiptaþjónustu MP banka segir framtíð smárra fyrirtækja vera björt og að þau skipti bankann miklu máli.

VB Sjónvarp ræddi við Kristján.