Einstakt umhverfið á Íslandi og skattaafslættir laðar að stærstu kvikmyndaframleiðendur í Hollywood. Þetta segir í grein sem birt var á vef Washington Post í morgun. Þar er fjallað um að undanfarið hafi umsvifamiklir kvikmyndagerðarmenn komið hingað til lands til þess að framleiða stórmyndir.

Í greininni er rætt við framleiðanda Game of Thrones og þá Einar Svein Þórðarson hjá Pegasus og Leif Dagfinnsson hjá Truenorth. Aðalatriðið er þetta stórkostlega umhverfi sem við eigum, segir Einar Sveinn Þórðarson, sem er markaðsstjóri Pegasus, en fyrirtækið hefur aðstoðað við framleiðslu Game of Thrones. Greint er frá því að í sumar hafi um 300 manna tökulið verður við kvikmyndatökur á Þingvöllum.

Í svipaðan streng tekur Leifur Dagfinnsson, stjórnarformaður Truenorth. Fyrirtæki hans kom að gerð fjögurra Hollywood-mynda í fyrra. Þar á meðal var Oblivion, mynd Tom Cruise, sem þegar hefur verið sýnd i kvikmyndahúsum. Í samtali við Washington Post bendir Leifur einnig á mikilvægi þeirra skattaívilnana sem stjórnvöld hafa boðið. Án þeirra ætti Ísland ekki möguleika á að fá til sín erlenda kvikmyndagerðamenn.