Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða umsækjanda um stöðu skrifstofustjóra hjá umhverfisráðuneytinu 600 þúsund krónur í miskabætur. Starfsumsækjandinn krafðist hins vegar 9,9 milljóna króna í miskabætur og bætur vegna fjártjóns vegna starfs sem hann fékk ekki. Síðarnefndu bótakröfunni var hafnað.

Staða skrifstofustjóra landgæða í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu var auglýst í september 2012. Hæfisnefnd fór yfir umsóknir og voru tveir umsækjendur taldir hæfastir. Ráðuneytið fékk liðsinni ráðgjafafyrirtækis til að skera úr um hvor umsækjandinn væri hæfari, meðal annars með því að leggja fyrir persónuleika og hænfisprófa. Annar umsækjandanna var ráðinn á grundvelli skýrslu hæfnisnefndar, persónuleika- og hæfnisprófa, viðtals og kynningar umsækjendanna tveggja á sérstöku verkefni sem þeim voru falin að halda.

Héraðsdómur Reykjavíkur komst síðan að þeirri niðurstöðu í dag að niðurstaða mats ráðgjafafyrirtækisins hafi verið ótrúverðug. Matið er lítið sem ekkert rökstutt og í miklu ósamræmi við rökstudda niðurstöðu hæfnisnefndarinnar.