Umhverfisstofnun áminnti í desember Ísfélag Vestmannaeyja á Þórshöfn og krafist úrbóta vegna fráviks sem kom í ljós við eftirlit. Úrgangsolía var brennd hjá fyrirtækinu án þess að fyrir því væru heimildir í starfsleyfi rekstraraðila.

Í tilkynningu frá Umhverfisstofnun segir að fyrirtækinu hafi verið veittur frestur til þess að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og tækifæri til að bregðast við athugasemdunum. Þann 13. janúar hafði stofnuninni hvorki borist úrbótaáætlun né staðfesting á að hætt hefði verið að brenna úrgangsolíu.

Sinni Ísfélag Vestmannayeja - Þórshöfn ekki tilmælum Umhverfisstofnunar innan tilskilins frests er stofnuninni heimilt að ákveða rekstraraðila dagsektir allt að upphæð 500 þúsund krónur á dag þar til úr er bætt. Einnig getur stofnunin gripið til frekari aðgerða.