Umhverfisstofnun hefur auglýst tillögu að starfsleyfi til Verne Holdings ehf. vegna reksturs varaaflstöðvar með tilheyrandi búnaði á Valhallarbraut 868, Vallarheiði í Reykjanesbæ. Eru framkvæmdir við grunn stöðvarinnar þegar hafnar.

Rekstaraðila verður heimilt að reka díselrafstöðvar sem sjá gagnaveri hans fyrir allt að 55 MW varaafli þar sem raforka er framleidd með fjórgengisvélum. Gagnaver af þessu tagi er húsnæði sem er sérstaklega byggt utan um tölvubúnað og tilheyrandi raf- og kælibúnað.