Bill McKibben var ómyrkur í máli þegar hann hélt fyrirlestur í boði Landverndar. Í viðtali við Stöð 2 lagði hann mikla áherslu á að Íslendingar ættu ekki að leita að olíu til að leggja sitt af mörkum til að stöðva loftslagsbreytingar.

Gott og vel. Þeir sem berjast gegn hlýnun loftslags hafa bent á tengsl milli notkunar jarðefniseldsneytis og gróðurhúsaáhrifa. Þá er um leið rökrétt að tala fyrir því að nýta í auknum mæli notkun á vistvænni orku eins og raforku sem hefur lítil neikvæð ytri áhrif.

Það má því segja að Landvernd hafi flutt inn helsta talsmann fleiri virkjana á Íslandi! Og ætli næsta baráttumál Landverndar verði ekki sæstrengur til Evrópu? Það væri ágætt framlag Íslands í baráttunni gegn aukinni notkun olíu á meginlandinu.