Neytendur eru sífellt að verða meðvitaðri um samfélag sitt og umhverfi og þetta hefur líka haft áhrif á úraframleiðslu. Þess vegna hefur mekanískum úrum fjölgað.

„Eitt svona lítið fyrirtæki eins og ég rek er kannski að skila inn upp undir 10 kílóum af pínulitlum batteríum á ári. Þetta er ekki í lagi þannig að það er vitundarvakning. Menn eru farnir að hugsa um náttúruna og vilja vera með úr sem eru umhverfisvæn. Úrin okkar eru það. Í dag eru menn að kaupa úr sem eru mekanísk, ýmist sjálftrekkt eða handtrekkt,“ segir Frank Ú Michelsen úrsmiður. Hann bætir því við að aðallega séu þau sjálftrekkt.

Flaggskipið okkar, Rolex, er allt sjálftrekkt. Þeir bjóða bara ekki upp á batterí,“ segir Frank. Hann bætir við að Rolex hafi á tímabili boðið upp á úr með rafhlöðum, þegar kvartz-byltingin gekk yfir heiminn, en Rolex hafi fljótlega horfið frá því.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .