Kínverjar munu hækka skatta á stór ökutækja og lækka skatta á smærri bíla, frá og með næsta mánuði, til að minnka mengun.

Þetta kemur fram í frétt Reuters.

Virðisaukaskattur á bíla með 4 lítra vél og stærri tvöfaldast og verður 40%. Skatturinn á bíla með vélarstærð milli þriggja og fjögurra lítra hækkar úr 15% í 25%.

Skatturinn á bíla með 1 lítra vél eða minni mun minnka í 1%, úr 3% sem hann er nú.

Skattur á bíla með vél með slagrými á milli 1 og 2,5 lítra, sem tæplega 90% bílaflota landsins hefur, helst óbreyttur.

Samkvæmt frétt Reuters telja menn að vegna þess muni aðgerðirnar hafa lítil áhrif, en ástæða þess að skattur á flesta bíla helst óbreyttur er að stjórnvöld vilja ekki valda frekari áföllum á bílamarkaði Kína, þar sem hann hefur kólnað að undanförnu.