Stefán Einar Stefánsson, formaður VR.
Stefán Einar Stefánsson, formaður VR.
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Útgáfufélag DV og Reynir Traustason ritstjóri  DV, hafa verið dæmd fyrir tvenn ummæli í DV í umfjöllun um ráðningu Söru Lindar Guðbergsdóttur hjá VR. Sara Lind mun fá greiddar miskabætur samkvæmt dómnum en einnig mun útgáfufélagið, ritstjórinn og fréttastjórinn þurfa að greiða málskostnað.

Blaðið birti umfjöllun um ráðningu Söru Lindar og fullyrti að Stefán Einar hefði ráðið unnustu sína í starf hjá VR á meðan hann var formaður félagsins. Þessu hafa Stefán Einar og Sara Lind ætíð hafnað og sagt að samband þeirra hafi hafist eftir að Sara Lind byrjaði að vinna hjá VR. Þau höfðuðu því meiðyrðamál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur vegna málsins.

Héraðsdómur dæmdi DV og ritstjóra þess til greiðslu 300 þúsund króna í miskabætur og 621 þúsund króna málskostnað.

Stefán Einar stefndi einnig útgáfufélagi DV, ritstjóra og fréttastjóra vegna ummæla í umfjölluninni en útgáfufélagið og blaðamennirnir tveir voru sýknaðir.