Seðlabanki Bandaríkjanna muni funda eftir tæplega tvær vikur til að ákveða stýrivexti en vöxtum hefur verið haldið óbreyttum í næstum áratug. Bankastjóri Seðlabanka Bandaríkjanna flutti ræðu á fundi Economic Club of Washington í gær, en sérfræðingar telji að ummæli ræðunnar renni stoðum undir kenningar að stýrivaxtahækkun sé í vændum.

Í ræðunni sagði Yellen að hún teldi bandarískan efnahag standa styrkum fótum og að hann hafi verið á réttri leið undanfarin ár. Hún sagði einnig að þrátt fyrir að stýrivaxtahækkun gæti verið hættusöm og leitt til samdráttar þá væri ekki gott að tefja hækkunarferlið of lengi.

Hlutabréf í Asíu lækkuðu við opnun markaða og Bandaríkjadalur styrktist en þetta er bæði rakið til ummæla Yellen í gær.

Seðlabanki Evrópu fundar í dag en sérfræðingar telja að bankastjóri Seðlabankans muni tilkynna um lækkun stýrivaxta og aukningu á magnbundinni íhlutun til að örva efnahag evrusvæðisins. Talið að stýrivextir eftir fundinn veðri neikvæðir um 0,3% og skuldabréfakaup verði aukin um 10-20 milljarða evra á mánuði, upp í 70 til 80 milljarða.