Í vor skilaði sérstakur ráðgjafahópur um sæstreng skýrslu til iðnaðarráðhera en hópinn skipuðu fulltrúar úr öllum þingflokkum. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir umræðuna um sæstreng fara fyrir þingið í október.

Í nýrri skýrslu GAMMA sem kynnt var í morgun kom fram að raforkuverð muni haldast umtalsvert lægra en í Bretlandi ef sæstrengur verður lagður.