Umræðan um bjórsölu fyrir knattspyrnuleiki er í senn viðkvæm og algerlega nauðsynleg umræða að mati Jóns Rúnars Halldórssonar, formanns knattspyrnudeildar FH.

„Þetta er spurning um það hvernig menn brjótast út úr þessum tepruskap sem er viðvarandi í sambandi við þetta mál. Við segjum að almennt sé það viðurkennt, enda gengur ríkið þar fremst í flokki, að sala og neysla á áfengum drykkjum sé í lagi. Vissulega fylgja því neikvæð áhrif en það verður alltaf þannig og sem betur fer gildir það ekki um allan almenning. Þetta er eitthvað sem við breytum ekki,“ segir Jón Rúnar og bendir á að fótbolti sé fyrst og fremst skemmtun, skemmtun fjöldans.

Hann segir það ekki ganga að horft sé framhjá þeirri mismunun sem sé í gangi. „Það er talið sjálfsagt að hægt sé að kaupa bjór þegar farið er í leikhús eða þegar menn spila golf. Það er látið líta svo út að við séum einungis að þessu til þess að auka tekjur en hvað er þá verið að gera í leikhúsum og í golfskálum þessa lands? Ég sé ekki neitt athugavert við það að hafa tekjur af bjórsölu.“

Ítarlegt viðtal er við Jón Rúnar í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .