Búið er að birta umsækjendur um embætti seðlabankastjóra á vef fjármála- og efnahagsráðuneytisins . Umsækjendurnir eru tíu talsins, þar af þrjár konur. Meðal umsækjenda eru Ragnar Árnason og Friðrik Már Baldursson hagfræðiprófessorar, sem og Lilja Mósesdóttir fyrrverandi Alþingismaður. Þá er Már Guðmundsson, núverandi seðlabankastjóri, í hópnum.

Umsækjendurnir eru:

Ásgeir Brynjar Torfason, Friðrik Már Baldursson, Haukur Jóhannsson, Íris Arnlaugsdóttir, Lilja Mósesdóttir, Már Guðmundsson, Ragnar Árnason, Sandra María Sigurðardóttir, Yngvi Örn Kristinsson og Þorsteinn Þorgeirsson.

Umsóknarfrestur um stöðuna rann út á föstudaginn. Eins og VB.is greindi frá í gær hefur verið skipuð nefnd til að meta hæfni umsækjenda en skipunartími Más Guðmundssonar rennur út 20. ágúst nk.