Fjölda þeirra sem sóttu um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum jókst um 15 þúsund í síðustu viku.

Að sögn Reuters fréttstofunnar þykir það gefa til kynna að atvinnuleysi fari vaxandi þó rétt sé að hafa í huga að fjöldinn getur sveiflast nokkuð milli vikna.

Alls sóttu 478 þúsund manns um atvinnuleysisbætur í síðustu viku en 463 þúsund manns vikuna áður.

Greiningaraðilar á vegum Reuters höfðu gert ráð fyrir að 470 þúsund manns myndu óska eftir atvinnuleysisbótum í vikunni.

Þá kemur fram í skýrslu frá vinnumálaráðuneyti Bandaríkjanna að för fellibylsins Ike yfir Texas ríki hafi orsakað tímabundið atvinnuleysi 12 þúsund manns.