Hagnaður Rafmagnsveitna ríkisins á árinu 2004 var 472 milljónir kr., en á árinu 2003 var tap að fjárhæð 114 milljónir kr. Mismunur á rekstrarniðurstöðu skýrist að langmestu leyti af aukningu í orkusölu, hærri tengigjaldatekjum og gengishagnaði. Rekstrartekjur hækkuðu um 8,7% milli áranna 2003 0g 2004, samanborið við hækkun rekstrargjalda um 3.6% á sama tíma.

Eigið fé í lok ársins 2004 er 10.782 milljónir kr. en var í lok árs 2003 10.527 milljónir kr. Eiginfjárhlutfall í árslok 2004 er 68,4% samanborið við 67,8% árið áður.

Rekstrartekjur Rafmagnsveitna ríksins á árinu 2004 námu alls 6.431 milljónum króna, en 5.918 milljónum króna árið 2003.

Hagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði EBITDA var 1.507 milljónir á árinu 2004 en 1.165 milljónir árið 2003. Afskriftir námu alls 1.067 milljónum króna á árinu 2004 en 1.087 á árinu 2003.

Fjármagnstekjur umfram fjármagnsgjöld voru 32 milljónir á árinu 2004, en hrein fjármagnsgjöld voru hins vegar 192 milljónir á árinu 2003.

Hagnaður Rafmagnsveitna ríkisins á árinu 2004 var 472 milljónir kr., en á árinu 2003 var tap að fjárhæð 114 milljónir kr. Mismunur á rekstrarniðurstöðu skýrist að langmestu leyti af aukningu í orkusölu, hærri tengigjaldatekjum og gengishagnaði. Rekstrartekjur hækkuðu um 8,7% milli áranna 2003 0g 2004, samanborið við hækkun rekstrargjalda um 3.6% á sama tíma.

Rafmagnsveitur ríkisins eiga ráðandi hlut í tveimur hlutafélögum, sem stundað hafa undirbúning virkjanaframkvæmda undanfarin fimm ár.

Eignarhlutur í Héraðsvötnum ehf er 75% (30 milljónir), en Norðlensk orka ehf á 25%. Endurskoðunarskrifstofa KPMG er endurskoðandi Héraðsvatna ehf.

Eignarhlutur í Sunnlenskri orku er 90% (72 milljónir), en Eignarhaldsfélag Hveragerðis og Ölfuss á 10%. Endurskoðunarskrifstofa Deloitte hf er endurskoðandi Sunnlenskrar orku ehf.

Horfur næsta árs

Á árinu 2003 voru samþykkt ný raforkulög sem hafa haft veruleg áhrif á starfsumhverfi Rafmagnsveitnanna. Starfseminni hefur verið skipt upp í samkeppnisrekstur þ.e. raforkusölu og raforkuvinnslu annars vegar og hins vegar í einkaleyfisrekstur þ.e. raforkudreifingu og hitaveiturekstur í samræmi við hin nýju raforkulög. Samkeppni í raforkusölu hófst að hluta 1. janúar, 2005, en mun taka gildi að fullu 1. janúar, 2006. Framtíðarhorfur um rekstur fyrirtækisins eru óljósar, en stefnt er að því að hafa öflugan rekstur bæði á einkaleyfissviði og samkeppnissviði. Horfur í rekstri dreifikerfa á einkaleyfissviði virðast nokkuð góðar og fyrirtækið ætlar að sækja fram í raforkusölu og raforkuvinnslu.