Umsvif einkageirans á evrusvæðinu í septembermánuði hafa ekki verið minni í sjö ár, samkvæmt mælingu á innkaupavísitölunni.

Hún mælir heildarumsvif í einkageiranum og samkvæmt heimildum féll hún niður í 47 í september úr 48,2 í ágúst.

Vísitalan hefur ekki verið lægri frá því í nóvember árið 2001. Húnn byggist á upplýsingum frá fimm þúsund fyrirtækjum á evrusvæðinu. Þegar hún mælist yfir 50 er það til marks um hagvöxt en mæling undir 50 bendir til samdráttar.

Mælingin bendir því til þess að samdráttarskeið sé nú þegar hafið á evrusvæðinu en þrátt fyrir það er ekki talið að Evrópski seðlabankinn bregðist við með lækkun stýrivaxta á meðan verðbólga mælist enn svo hátt yfir markmiðum bankans.