*

miðvikudagur, 21. ágúst 2019
Innlent 15. október 2018 13:08

Umsvif AirBnB dragast saman

Gistinóttum á AirBnB hefur fækkað hraðar en hótelgistinóttum fimm mánuði í röð.

Júlíus Þór Halldórsson
AirBnB ruddi sér hratt til rúms hér á landi samhliða ferðamannasprengingunni, en umsvif þess hafa nú tekið að dragast saman.
epa

Hótelrekendur hafa lengi haft horn í síðu heimagistingarsíðunnar AirBnB. Á meðan hótelherbergi og -byggingar þurfa að standast strangar opinberar kröfur og standa straum af gistináttagjaldi og öðrum opinberum gjöldum, er óskráður AirBnB rekstur heldur einfaldari.

Eðli máls samkvæmt er erfitt að meta umfang slíkrar starfsemi, en miðað við gögn Hagstofunnar var hlutdeild AirBnB í heildargistinóttum 21% árið 2017, en sé miðað við gögn Airdna, sem gefur út tölfræði fyrir deilihagkerfissíðuna, var hún 31%. „Það hlýtur að vera það sem allt skynsamlega hugsandi fólk vill, að það verði byggður upp eðlilegur atvinnurekstur í kringum ferðamennina, sem skilar sköttum og skyldum, frekar en að vera með þetta í einhverju neðanjarðarhagkerfi,“ segir Kristófer Óliversson, formaður Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu, og framkvæmdastjóri og eigandi Center Hotels.

Eftir mikinn vöxt síðastliðin ár virðast þó umsvif AirBnB vera farin að minnka. Samkvæmt greiningardeild Arion banka hefur gistinóttum á heimagistingarsíðunni fækkað fimm mánuði í röð, og það meira en hótelgistinóttum. Þá er framboð virkra eigna sagt hafa dregist saman.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð, aðrir geta skráð sig í áskrift hér.