Aukin umsvif íslenskra fyrirtækja erlendis hafa m.a. haft í för með sér fjölgun sérfræðistarfa fyrir hámenntað fólk hér á landi. Íslendingar hafa sýnt að þeir geta keypt stór fyrirtæki erlendis en verða dæmdir af því hvernig þeim gengur að reka þau. Öflugt menntakerfi og öflugt umhverfi nýsköpunar eru lykilatriði fyrir framtíðar velgengni Íslendinga. Þetta er meðal þess sem fram kom í umræðum á aðalfundi SA í gær.