Hið opinbera hefur vaxið umfram einkageirann miðað við árin fyrir hrun samkvæmt mælingum Viðskiptaráðs sem hefur áhyggjur af þróun mála. Samkvæmt útreikningum ráðsins var stuðningsstuðullinn 1,54 árið 2010 sem felur það í sér að hver einn starfsmaður á almennum markað stendur að baki 1,54 einstaklingum sem studdir voru af hinu opinbera eða með millifærslum. Þar er átt við opinbera starfsmenn auk bótaþega, lífeyrisþega og barna. Hlutfallið var árið 2007 1,29. Fréttablaðið greinir frá þessu og vitnar í Skoðun, fréttabréf VÍ.

Því lægri sem stuðullinn er, því sterkara er hagkerfið að mati Viðskiptaráðs og segir Finnur Oddsson, framkvæmdastjóri ráðsins þetta áhyggjuefni þar sem umsvif hins opinbera nú séu í samræmi við umsvif einkageirans á bólutímanum. Hann segir að draga verði úr opinberum rekstri til þess að efla hagkerfið en tekur þó fram að ekki sé verið að gera lítið úr opinberri þjónustu eð velferðarkerfisins.

Atvinnurekstur á einkareknum forsendum sé hins vegar leiðin út úr kreppunni.

Frétt á vef VÍ um málið .