Talsverðar breytingar hafa verið gerðar á stjórnendateymi lettneska leiguflugfélagsins LatCharter en Garðar Forberg hefur tekið við sem framkvæmdastjóri félagsins. Garðar hefur talsverða reynslu af flugrekstri og flugumsjón en hann var meðal annars flugstöðvarstjóri á Pristina flugvelli í Kosovo. Um leið hefur Hrafn Þorgeirsson tekið við sem stjórnandi flugrekstrar og A. Jakovels sem fjármálastjóri.

Í kynningu Garðars á starfsemi félagsins fyrir fjárfesta í Prag um síðustu helgi, kom fram að á einu ári hefur LatCharter stækkað flugflota sinn um 450% og starfsmönnum hefur fjölgað úr 80 í 200. Félagið hefur tekið í notkun nýtt húsnæði við flugvöllinn í Riga. Heimamarkaður félagsins hefur tvöfaldast á árinu og rak félagið tvær Airbus 320 flugvélar í Riga í sumar.

Nánari í Viðskiptablaðinu.