Tvíhliða viðræður milli Ísland og Rússlands í tengslum við umsókn Rússlands um aðild að Alþjóðaviðskiptastofnuninni hafa staðið yfir undanfarin misseri. Viðræðurnar hafa til þessa verið árangursríkar og lítur út fyrir að tollur muni lækka a.m.k. úr 10-13% í 3% á þær vörur sem Ísland hefur lagt mesta áherslu á í viðræðunum. Þetta kemur fram í vefriti viðskiptaskrifstofu utanríkisráðuneytisins

Að sögn Grétars Más Sigurðssonar, sendiherra, sem fer fyrir samninganefnd Íslands í viðræðunum við Rússland, voru kröfur Íslands settar fram að höfðu samráði við atvinnulífið. ?Á síðasta fundi samninganefndanna var sérstök áhersla lögð á lækkun tolla á sjávarafurðir og hátæknibúnað til matvælavinnslu með þeim árangri að þessar vörur munu nú að öllum líkindum aðeins bera 3% toll inn til Rússlands í stað 10-13% áður. Þetta getur skipt höfuðmáli í viðskiptum við Rússland enda er um að ræða talsverða lækkun. Bættur aðgangur að þessum gríðarstóra markaði er mikið hagsmunamál.?

Grétar Már er sáttur við árangur viðræðnanna til þessa en vonast eftir því að semja megi um frekari ívilnanir, m.a. að lækkunin komi til framkvæmdar strax en ekki á fjögurra ára tímabili. ?Í ljósi þess að önnur aðildarríki
Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar muni njóta þeirrar tollalækkunar sem Ísland nær fram er árangur viðræðnanna viðunandi,? segir Grétar. Að sama skapi
mun Ísland njóta þeirra kjara sem önnur ríki ná fram í sínum tvíhliða viðræðum.