Úrvalsvísitala kauphallarinnar hækkaði um 0,67% í dag og stendur hún nú í 1.730,15 stigum. Velta dagsins á aðalmarkaði var nam rúmum 1,2 milljörðum króna.

Litlar sveiflur voru á bréfunum. Eina umtalsverða hækkunin var hjá Icelandair, en gengi bréfanna hækkaði um 2,31%. Heildarvelta bréfanna var 632 milljónir og fæst hver hlutur nú á 28,75 krónur. Hagar hækkuðu um 0,60% í viðskiptum dagsins og Marel um 0,10%.

HB Grandi lækkaði um 0,65% í einungis 3 milljón króna viðskiptum og Síminn lækkaði um 0,48% í 47 milljón króna viðskiptum. Hluturinn í HB Granda fæst nú á 30,50 krónur og hluturinn í Símanum á 3,12 milljónir.

Önnur bréf á aðalmarkaði hreyfðust lítið. Eik hækkaði um 0,35% í tæpum 25 milljón króna viðskiptum og Reginn hækkaði um 0,22% í einungis 787.500 króna viðskiptum.

Velta á skuldabréfamarkaði nam 7 milljónum króna og hækkaði aðalvísitala skuldabréfa um 0,15%. Verðtryggði hlutinn hækkaði um 0,21% en sá óverðtryggði um 0,15%.

Markaðsvísitala Gamma hækkaði um 0,25% og er gildi hennar nú 143.189. Skuldabréfavísitala sjóðstýringarfélagsins hækkaði um 0,18% og stendur nú í 284.901 stigum.