Unar María Óskarsdóttir er nýr verkefnastjóri í forsætisráðuneytinu og mun starfa með ráðherranefnd um lýðheilsu.

Una er með BA-próf í uppeldis- og menntunarfræðum, auk meistaraprófs í lýðheilsuvísindum frá Haskóla Íslands.

Hún hefur áður verið verkefnisstjóri ráðherranefndar um aukinn hlut kvenna í stjórnmálum í félagsmálaráðuneytinu. Auk þess hefur hún starfað sem aðstoðarmaður ráðherra í umhverfisráðuneytinu.

Unu Maríu er ætlað að fylgja eftir tillögum sem lagðar voru fyrir ráðherranefnd um lýðheilsu. Hún mun þá starfa með ráðuneytum, stofnunum, atvinnurekendum, félagasamtökum og fræðimönnum til að vinna að forvörnum og bættri lýðheilsu landsmanna.

Una María hefur þá áður starfað sem bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi, auk þess sem hún hefur verið formaður Landssambands Framsóknarkvenna. Þá hefur hún einnig verið varaþingmaður fyrir Framsóknarflokkinn.