*

laugardagur, 15. maí 2021
Fólk 2. mars 2021 12:10

Una ráðin listrænn stjórnandi hjá H:N

Una Baldvinsdóttur hefur starfað sem grafískur hönnuður hjá H:N Markaðssamskiptum frá byrjun síðasta árs.

Ritstjórn
Una Baldvinsdóttir
Aðsend mynd

Una Baldvinsdóttir hefur verið ráðin listrænn stjórnandi (e. art director) H:N Markaðssamskipta. Hún hefur starfað á stofunni frá byrjun árs 2020 þegar hún var ráðin til starfa sem grafískur hönnuður. 

„Undanfarin ár hefur H:N Markaðssamskipti farið stækkandi og höfum við verið að styrkja okkur með hönnuðum bæði hérlendis og í útbúi okkar í Brighton á Englandi. Að gera Unu að art director er stór hluti af okkar vegferð fram á við. Við ætlum okkur stóra hluti og teflum fram okkar sterkasta fólki til að leiða okkur áfram,“ segir Högni Valur Högnason, hönnunarstjóri H:N Markaðssamskipta, í fréttatilkynningu.

Una er grafískur hönnuður, með BA-gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands, MA-gráðu í textílhönnun frá Swedish School of Textiles og MA-gráðu í Visual Design frá SPD Milano. Una hefur áður starfað fyrir þýska hönnunarfyrirtækið BLESS og Samband íslenskra myndlistarmanna.

„Una hefur komið mjög sterk inn í hönnunar- og hugmyndavinnu á H:N. Mun hún stýra og leiða nokkra af okkur stærri kúnnum og bind ég miklar vonir við hennar hæfileika. Framtíðin er björt í Bankastrætinu,“ segir Högni Valur jafnframt. 

Alls starfa vel á þriðja tug hjá stofunni á Íslandi og útibúi í Brighton á Englandi og í Svíþjóð.