*

mánudagur, 11. nóvember 2019
Fólk 12. ágúst 2019 11:18

Una ráðin til Landsbankans

Una Jónsdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Hagfræðideild Landsbankans.

Ritstjórn
Aðsend mynd

Una Jónsdóttir hefur verið ráðin til starfa hjá Hagfræðideild Landsbankans. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu.

Una starfaði hjá Íbúðalánasjóði á árunum 2016-2019, m.a. sem deildarstjóri Leigumarkaðsdeildar.

Áður starfaði hún sem hagfræðingur í Hagdeild Alþýðusambands Íslands. Una Lauk M.Sc. gráðu í hagfræði frá Humboldt háskólanum í Berlín í Þýskalandi árið 2015 og BS gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands árið 2012.