Til undantekninga heyrir ef kostnaðaráætlanir framkvæmda á Íslandi standast, að því er Þórður Víkingur Friðgeirsson, lektor við tækni- og verkfræðideild Háskólans í Reykjavík segir í frétt Ríkisútvarpsins. Í níutíu prósent tilvika sé keyrt töluvert fram úr áætlunum.

Í frétt Ríkisútvarpsins er hús Orkuveitunnar í Reykjavík nefnt sem dæmi og önnur eru Ráðhúsið í Reykjavík, Perlu á Öskjuhlíð, Listasafn Reykjavíkur, Héðinsfjarðargöng, Harpa og skrifstofubyggingu Alþingis. Kostnaðurinn við hús Orkuveitunnar fór nærri fjörutíu prósent fram úr áætlun. Þórður segir að þetta sé kerfisáhætta sem feilist í hugsunarhætti, skýringin sé allt í senn verkfræðileg, sálfræðileg og félagsfræðileg. Hann segir að breyttur hugsunarháttur og breytt eftirlitskerfi hefðu átt að koma til eftir hrunið fyrir fjórum árum en á því beri ekki.