Líklegt er að kallaði verði til fundar í efna­hags- og viðskipta­nefnd Alþingis til að ræða undanþágubeiðnir slitabúa en Seðlabanki Íslands getur ekki svarað tillögum slitabúanna áður en nefndin hefur fjallað um málið. Þetta kemur fram á vef Morgunblaðsins .

Ekki hefur verið boðað til fundarins en formaður nefndarinnar, Frosti Sigurjónsson gat ekki sagt hvenær fjallað yrði um málið. Greint er frá því að Seðlabankinn þurfi að svara slitabúunum fyrir lok þessarar viku til að hægt verði að ljúka nauðasamningunum fyrir áramót.

Samþykki Seðlabanka Íslands er forsenda þess að hægt sé að ljúka nauðasamningum. Ef það tekst ekki fyrir áramót þurfa slitabúin að greiða 39% stöðugleikaskatt.