Eins og Viðskiptablaðið greindi nýlega frá, þá var hagvöxtur í Kína 6,7% á þriðja ársfjórðungi. Það er ekki frásögu færandi nema hvað, þá hefur hagvöxtur mælst nákvæmlega 6,7% á þriðja ársfjórðungi þrjú ár í röð, ef þessi ársfjórðung er talinn með.

Í umfjöllun The Economist , er þessari staðreynd gefinn gaumur og velt upp möguleikanum hvort að þetta séu eðlilegar tölur. Það er þó ekki ómögulegt að þessar tölur raðist svona upp vegna tilviljunnar. Það hafa nefnilega sjö lönd státað af sömu hagvaxtartölu þrjú ár í röð. Einnig er bent á að hagvaxtartölur í Kína hafa ekki alltaf raðast svona einkennilega upp.

Annað hvort eru stjórnvöld í Kína orðin virkilega góð í því að stýra hagvexti í landinu eða eru tölfræðingar í Kína staðráðnir í að eiga við gögnin. En ef svo væri, ætli það væri ekki betur falið?