Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, er mótfallinn áformum Landsbankans um að reisa nýjar höfuðstöðvar fyrir 7 milljarða og telur að ríkisbankinn ætti að vera leiðandi í því að bæta kjör viðskiptavina bankakerfisins. Hann telur að tollhúsið gæti nýst bankanum undir nýjar höfuðstöðvar. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV .

Eins og VB.is hefur greint frá hafa fyrirhugaðar höfuðstöðvar Landsbankans við Hörpuna mætt töluverðri andstöðu.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, segir í samtali við RÚV að gert sé ráð fyrir allt of miklu byggingarmagni milli Hörpu og gamla bæjarins. Hann gagnrýnir einnig forgangsröðun ríkisbankans sem hann telur að ætti að vera leiðandi í því að bæta kjör viðskiptavina bankakerfisins. Honum þykir það undarlegt ef banki er í almannaeigu að fara gegn því sem virðist vera vera augljós vilji eigendanna, almennings og fulltrúa hans.