Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir bankann undirbúa jarðveginn fyrir afnám hafta með gjaldeyrisútboði og fleiri. Hann segir erfitt að spá um hvernig aðstæður verða á næsta ári en unnið sé hörðum höndum að undirbúningi afnámsins.

Verið er að útfæra útgöngugjald á þær krónustöður sem eftir verða þegar gjaldeyrisútboðum er lokið. Þá undirbýr ríkissjóður forfjármögnun á sínum halla og er allt gert til að tryggja að útflæði fjármagns verði sem minnst þegar höftin verða afnumin.