Til stendur hjá embætti ríkisskattstjóra að stöðva atvinnurekstur eins til tveggja fyrirtækja fari aðstandendur þeirra ekki að tilmælum embættisins, að því er Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir í samtali við Viðskiptablaðið.

Á dögunum var húsnæði Tjöruhússins á Ísafirði innsiglað og starfsemi fyrirtækisins stöðvuð vegna þess að ekki hafði verið staðið rétt að skilum á staðgreiðslu skatta og ákveðnum gögnum. Töluvert var fjallað um málið í fjölmiðlum, enda var staðurinn lokaður fram yfir helgi.

Þetta er í fyrsta skipti sem starfsemi fyrirtækis er stöðvuð með þessum hætti, en ekki er þó um áherslubreytingu að ræða hjá embættinu.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .