Sala Horns fjárfestingafélags, dótturfélags Landsbankans, á 13,77% hlut í Marel hf. fyrir 12,16 milljarða króna er liður í því að minnka vægi skráðra eigna félagsins svo það verði betur í stakk búið til skráningar á markað. Eyrir Invest keypti um 3% hlut af Horni og Landsbankinn sjálfur 8,3%.

Horn er fjársterkt félag. Samkvæmt síðasta birta ársreikningi, fyrir árið 2009, þá á félagið yfir 33 milljarða eignir en skuldaði lítið sem ekkert, eða 219 milljónir.

Horn hefur átt verulegan hlut í Marel allt frá því haustið 2008, þegar félagið tók yfir 15% hlut í Marel.