Landsbankinn hefur falið lögmönnum að undirbúa málsókn vegna sölunnar á eignarhlut bankans í Borgun hf. á árinu 2014. Í tilkynningu frá bankanum segir að málsókninni er ætlað að endurheimta þá fjármuni sem bankinn fór á mis við í viðskiptunum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum.

Landsbankinn seldi eignarhlut sinn í Borgun síðla árs 2014. Eftir að eignarhluturinn var seldur kom í ljós að Borgun átti rétt á greiðslum vegna sölu Visa Europe til Visa Inc. Söluferlið á eignarhlutnum var ekki formlegt og hluturinn ekki auglýstur. Íslenska ríkið á 98% hlut í Landsbankanum.

Samkvæmt upplýsingum sem Viðskiptablaðið fékk frá Landsbankanum hefur bankinn haft það til skoðunar í nokkurn tíma hvort rétt væri að hefja undirbúning málshöfðunar til að endurheimta þá fjármuni sem bankinn fá á mis við í þessum viðskiptum. Athugun bankans leiddi það í ljós að tilefni væri til að hefja undirbúnings málsóknar.