Stjórn Samtaka stofnfjáreigenda Sparisjóðsins í Keflavík er að undirbúa málssókn gegn fyrrverandi stjórn, stjórnendum og endurskoðendum sjóðsins vegna stofnfjáraukningar.

„Stjórnin vill fara í mál við þá en við þurfum að fá samþykki frá fólkinu til að greiða lögmanni,“ segir Þórunn Einarsdóttir, formaður stjórnar Samtaka stofnfjáreigenda Sparisjóðsins í Keflavík. Stjórnin hefur að undanförnu lagt grunninn að málssókn gegn fyrrverandi stjórn, stjórnendum og endurskoðendum sjóðsins. Krafa hópsins gegn þessum aðilum gæti numið um 11 milljörðum
króna. Endanleg upphæð liggur þó ekki fyrir. Um er að ræða um 1100 manns af rúmlega 1600 manna hópi stofnfjáreigenda sem reiddu fram eigið sparifé vegna stofnfjáraukningar og vilja fá það endurgreitt, að sögn Þórunnar.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.