Undirbúningur er hafinn að stofnun Samtaka stofnfjáreigenda Sparisjóðsins í Keflavík (SPKEF) og hefur verið ákveðið að halda fund í næstu viku.

Frá þessu er greint á vef Víkurfrétta en þar segir að samtök stofnfjáreigenda verði grasrótarsamtök og tilgangurinn með þeim sé að vinna að helstu hagsmunamálum stofnfjáreigenda í SPKEF.

„Stofnfjáreigendur eru harmi slegnir yfir falli bankans, í fyrsta lagi vegna mikils fjárhagslegs tjóns sem þeir hafa orðið fyrir,“ segir í tilkynningu frá undirbúningsnefnd.

Sjá nánar á vef Víkurfrétta.