Fasteignafélagið FAST-1 undirbýr sölu á eignum félagsins en langstærsta eign þess er Höfðatorgsturninn við Borgartún og Katrínartún. Turninn var metinn á um það bil 18 milljarða króna í lok árs 2016. Alls nema eignir félagsins ríflega 22 milljörðum króna. Frá þessu er greint í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins.

Í samtali við blaðið segir Gísli Reynisson, framkvæmdastjóri FAST-1, að formlegt söluferli hefjist á allra næstu vikum. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka er ráðgjafi seljenda í ferlinu. Óvíst er þó hvenær söluferlinu ljúki. Gísli tekur fram að stjórnendur félagsins telji að nú sé góður tími til að selja, þegar tekið er tillit til lækkandi vaxta á markaði.

Gísli er einn eigenda Contra eignastýringar sem hefur séð um rekstur eigna FAST-1 frá árinu 2012. FAST-1 er samlagshlutafélag sem er að stærstum hluta í eigu íslenskra lífeyrissjóða. Stærstu hluthafar í Fast-1 eru lífeyrissjóðir; Gildi - lífeyrissjóður á 19,9% hlut, Lífeyrissjóður verzlunarmanna á 19,6% og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins á

Eins og Viðskiptablaðið hefur áður sagt frá hagnaðist FAST-1 um 420 milljónir króna árið 2016. Árið áður nam hagnaður félagsins ríflega milljarði. Leigutekjur FAST-1 í fyrra námu 1,6 milljörðum króna.